Fréttir


Aðalfundur Landsþjónustu GSA samtakanna á Íslandi

 Aðalfundur samtakanna verður haldin mánudaginn 31.mars 2014  kl: 17.30 – 19.30 í AA húsinu Dalbrekku 4 (sama stað og mánudagsfundur samtakanna er haldinn. Hægra megin við gamla Toyota húsið á Nýbýlavegi).

Æskilegt er að allir deildarfulltrúar mæti sem og varafulltrúar. Allir Landsþjónustumeðlimir og varamenn þar.  Alþjóðarfulltrúi og varamaður hans. Útgáfu-, SOS- og vefnefnd ásamt fulltrúa símalista.

Allir GSA meðlimi eru velkomnir að sitja fundinn.

Þetta er frábært tækifæri fyrir alla meðlimi að kynna sér starfsemi Landsþjónustunnar og samtakanna í heild.

Dagskrá fundarins verður afhend á staðnum og reglur um kosningar kynntar þar einnig.

Samtökin okkar eru að stækka mikið og fullt að gerast, tækifæri til að starfa fyrir samtökin að aukast og eru þeir sem hafa áhuga á að þjónusta samtökin sérstaklega boðnir velkomnir.

Samkvæmt 7. grein í samþykktum GSA samtakanna eru 3 embætti laust í Landsþjónustunni frá og með næsta aðalfundi.

7.gr.

 Í Landsþjónustunefnd GSA – samtakanna á Íslandi eru fimm fulltrúar og tveir til vara.

Allir fulltrúar eru virkir GSA – félagar (þ.e. með a.m.k. tveggja ára fráhald). Aðalfulltrúar, oddamaður, ritari og gjaldkeri eru valdir til tveggja ára í senn, þannig að árlega er skipt um þrjá, en varafulltrúarnir tveir eru valdir árlega.  Enginn GSA – félagi má sitja lengur en þrjú ár í einu sem aðalfulltrúi í Landsþjónustunefnd og enginn lengur en fimm ár í senn. Nefndin áskilur sér rétt á undanþágum á þessum reglum.

 

Samkvæmt 5. grein í samþykktum er hverri deild boðið að tilnefna einn meðlim til inntöku í Landsþjónustu og valnefnd velur svo inn í nefndina og raðar í hlutverk.

 5 gr. Valnefnd: 

Hlutverk valnefndar Landsþjónustu er að tilnefna fulltrúa til setu í Landsþjónustunefnd í

stað þeirra sem víkja úr nefndinni. Áður skal öllum GSA-deildum gefinn kostur á að tilnefna

einn fulltrúa og þurfa tilnefningar að hafa borist til Landsþjónustu 2 vikum fyrir aðalfund.

 

Deildir eru því beðnar um að senda tilnefningar á netfangið gsa@gsa.is fyrir 17. mars 2014 Gott getur verið að kalla á auka samviskufund með eins funda fyrirvara ef samviskufundur deildarinnar er ekki á þessu tímabili.

Landsþjónusta GSA samtakanna á Íslandi

Afmælisfundur GSA samtakanna á Íslandi 2014

14 ára afmælis- og kynningarfundur

GSA-samtakanna verður haldinn

25. janúar 2014 kl. 14 til 16

(húsið verður opnað kl. 13)

í Von, húsi SÁÁ, Efstaleiti 7, 103 Reykjavík.

Ef þú telur þig vera haldin(n) matarfíkn eða vilt kynna þér samtökin, vertu þá hjartanlega velkomin(n). Við tökum vel á móti þér!

Afmælisfundur GSA samtakanna á Íslandi

Samtökin hafa nú starfað hér á Íslandi í 13 ár og í tilefni af því verðum við með afmælis- og kynningarfund laugardaginn 26. janúar 2013 kl: 14.00 – 16.00 í húsnæði Alanó klúbbsins Héðinsgötu 1-3 í sal 101. Fundurinn er opinn og allir eru hjartanlega velkomnir.  Frekari upplýsingar: gsa@gsa.is

 

Aðalfundur Landsþjónustu GSA samtakanna á Íslandi

Aðalfundur samtakanna verður haldin þriðjudaginn 26.febrúar 2013  kl: 20.00 – 21.30 í AA húsinu Dalbrekku 4 (sama stað og mánudagsfundur samtakanna er haldinn. Hægra megin við gamla Toyota húsið á Nýbýlavegi.)

Æskilegt er að allir deildarfulltrúar mæti sem og varafulltrúar. Allir Landsþjónustumeðlimir og varamenn þar.  Útgáfunefnd og SOS nefnd.  Allir GSA meðlimi eru velkomnir að sitja fundinn. Þetta er frábært tækifæri fyrir alla meðlimi að kynna sér starfsemi Landsþjónustunnar og samtakanna í heild.

 

Dagskrá fundarins verður afhent á staðnum og reglur um kosningar kynntar þar einnig.

Deildir eru því beðnar um að senda tilnefningar á netfangið gsa@gsa.is fyrir 12. febrúar 2012. Gott getur verið að kalla á auka samviskufund með eins funda fyrirvara ef samviskufundur deildarinnar er ekki á þessu tímabili.

Hlökkum til að sjá ykkur öll

Landsþjónusta GSA samtakanna á Íslandi