12 erfðavenjur

  1. Sameiginleg velferð okkar situr í fyrirrúmi. Bati hvers og eins er undir einingu GSA samtakanna kominn.
  2. Í málum deilda er aðeins einn leiðtogi, kærleiksríkur Guð eins og hann birtist í samvisku hvers hóps. Forsvarsmenn okkar eru þjónar sem við treystum en ekki stjórnendur.
  3. Til þess að gerast GSA félagi þarf aðeins eitt: Löngun til að hætta hömlulausu ofáti.
  4.  Sérhver GSA deild á að vera sjálfstæð nema í málum er varða aðrar deildir eða GSA samtökin í heild.
  5. Sérhver GSA deild hefur aðeins eitt meginmarkmið: Að flytja ofætum sem enn þjást boðskap samtakanna.
  6. GSA deild ætti aldrei að ljá öðrum samtökum eða málstað nafn sitt, fjármagn eða fylgi svo lausafé, eignir eða upphefð fjarlægi okkur ekki upphaflegum tilgangi.
  7. Sérhver GSA deild ætti að standa á eigin fótum og hafna utanaðkomandi fjárhagsaðstoð.
  8. Félagar í GSA samtökunum eru ætíð einungis áhugamenn, en þjónustustöðvar okkar mega ráða launað starfsfólk.
  9. GSA samtökin sem slík ætti aldrei að skipuleggja en við getum myndað þjónustunefndir og ráð sem eru ábyrg gagnvart þeim sem þau starfa fyrir.
  10. GSA samtökin taka ekki afstöðu til annarra mála en sinna eigin. Nafni þeirra ætti því að halda utan við deilur og dægurþras.
  11. Afstaða okkar út á við byggist fyrst og fremst á aðlöðun en ekki áróðri. Í fjölmiðlum ættum við alltaf að gæta nafnleyndar.
  12. Nafnleyndin er andlegur grundvöllur allra erfðavenja okkar og minnir okkur á að setja málefni og markmið ofar eigin hag.