Skype

Allir eru velkomnir á Skype fund.

Skype fundir eru á mánudögum kl 20 til 21.

Á skype.com er hægt að fá Skype, bæta þarf við gsa.skypefundir - ekki er notuð vefmyndavél á Skypefundum.

Hringjari loggar sig inn á gsa.skypefundir kl 18:45. Þá sjá þeir

sem ætla að mæta að “GSA.skypefundir” er online og skrá sig í

spjallgluggann. Mikilvægt er að dagsetning sé látin fylgja

innskráningunni hverju sinni til að fyrirbyggja að farið sé

vikuvillt.

Kl 18:55 setur hringjari þá sem hafa skráð sig í grúppu kvöldsins

og hringir út.

Það sem þarf að gera til að komast á skypefund er að hafa aðgang

að tölvu með skype forritinu og mikrafóni. Síðan slærð þú

“gsa.skypefundir” inn í leit í forritinu og biður um aðgang. Næst

þegar gsa.skypefundir skráir sig inn færðu samþykki og getur tekið

þátt í fundum.

Skypefundur gengur þannig fyrir sig að þegar þátttakendur eru

komnir inn á fundinn setja allir mikrafóninn sinn á mute og hafa hann

þannig nema þegar þeir ætla að tala á fundinum. Ritari setur

inngang fundarins í gluggann, ásamt möntrunni, sporunum 12 og

æðruleysis bæninni. Síðan skrá allir þáttakendur nafnið sitt í

spjallgluggann. Ritari stýrir síðan fundinum samkvæmt fundarformi

deildarinnar. Þegar leiðari hefur lokið máli sínu býður ritari

þátttakendum að tjá sig og er þá farið eftir þeirri röð sem

þeir hafa skráð sig inn. Ritari biður fundargesti að lesa sporin og

æðruleysis bænina og fundi er slitið á hefðbundinn hátt.

Við sem sækjum fundi í skype deild viljum hvetja alla til að prófa

að koma á fund. Þetta er kjörin leið til að stunda fundi hvar sem

maður býr á landinu eða í heiminum. Einnig er þetta góður kostur

þegar maður er á ferðalagi og kemst ekki á sinn venjulega fund, nú

eða á ekki heimangengt af einhverjum ástæðum en langar að eiga

stund með GSA félögum.