Zoom

Allir eru velkomnir á ZOOM fund.

Til að fara á zoom fund þurfið þið að sækja zoom forritiðí tölvuna eða zoom appið í play store eða app store.
Kl 19:55 á mánudögum að íslenskum tíma, smellið þið á linkinn hér að neðan, sláið síðan inn lykilorð fundarins en það fáið þið með því að senda póst á gsa@gsa.is og biðja um það.
https://zoom.us/j/3099135318

 

Hvernig fer fundurinn fram ?

Þáttakendur tengjast inn með mynd, en þurfa sjálfir að kveikja á hljóðnema þegar þeir vilja tala. Hægt er að kveikja á spjallglugga og þar setur ritari möntruna, sporin 12 og æðruleysisbænina inn.

Ritari stýrir síðan fundinum samkvæmt fundarformi deildarinnar. Stundum talar leiðari á fundinum, en ef enginn leiðari er þá les ritari kafla úr AA lesefni í 15 mínútur.

Að því loknu býður ritari þátttakendum að tjá sig og er þá farið eftir þeirri röð sem ritari sér á skjánum hjá sér.
Ritari ákveður tíma fyrir tjáningu eftri fjölda þátttakenda hverju sinni, oftast 2-5 mínútur.

Ritari biður fundargesti að lesa sporin og æðruleysisbænina og fundi er slitið á hefðbundinn hátt skv fundarformi.

Að loknum fundi er nýliðum boðið að doka við og spjalla við nýliðafulltrúa um fundina og samtökin.

Þriðja mánudag í mánuði er samviskufundur að loknum hefðbundnum fundi. Fundinn sitja þeir sem tilheyra deildinni og vilja taka þátt í mótun hennar. Á fundinum er kosið í embætti og teknar ákvarðanir um breytingar á fundarformi og tilhögun funda sé þess þörf.

Við sem sækjum ZOOM fundi viljum hvetja alla til að prófa að koma á fund. Þetta er kjörin leið til að stunda fundi hvar sem maður býr á landinu eða í heiminum. Einnig er þetta góður
kostur þegar maður er á ferðalagi og kemst ekki á sinn venjulega fund, nú eða á ekki  heimangengt af einhverjum ástæðum en langar að eiga stund með GSA félögum.