Fyrir nýliða

Hvernig byrja ég?

Við erum mjög ánægð með að þú skulir hafa áhuga á að slást í hóp með okkur í GSA og öðlast frelsi frá matarþráhyggju með fráhaldi af Gráu síðunni. Fyrsta skrefið er að finna trúnaðaraðila (sponsor).

Trúnaðaraðili:

Trúnaðaraðili er félagi sem hefur verið í a.m.k. 90 daga samfelldu fráhaldi samkvæmt Gráu síðunni.
Trúnaðaraðili þinn mun útskýra hvernig við vigtum og mælum, án undantekninga, af Gráu síðunni og mun afhenda þér þitt eintak þegar þú ert tilbúin/n að hefjast handa.

Gráa síðan – mataráætlun:

Gráa síðan er aðeins afhent af trúnaðaraðilum, þ.e. við dreifum henni ekki til þeirra sem ekki eru tilbúnir til að vinna með trúnaðaraðila og fara í fráhald eins og við skilgreinum það.

Vinsamlegast sendið ekki tölvupóst til vefstjóra til þess eins að óska eftir eintaki af Gráu síðunni.

Fundir og trúnaðaraðilar:

Best er að mæta á fundi og fá trúnaðaraðila. Ef þú getur ekki mætt á fundi t.d. vegna staðsetningar, getur þú haft samband við okkur og óskað eftir leiðbeiningum hvernig er best fyrir þig að fá trúnaðaraðila á gsa@gsa.is.
Hægt er að sjá fundartíma undir fundarskrá. Ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi það að hefjast handa getur þú haft samband við okkur á gsa@gsa.is

Hvernig fara fundir fram?

  • Leiðari: Einstaklingur sem hefur verið í GSA fráhaldi í a.m.k. 90 daga samfleytt, leiðir fundinn. Hann/hún deilir með fundargestum reynslu sinni í 10-20 mín. í upphafi fundar. Eftir það deila þeir fundargestir sem þess óska reynslu sinni í 3-5 mínútur. Einn talar í einu og er enginn skyldugur til að tjá sig. Allir eru þó beðnir að kynna sig.
  • 12 spor/12 erfðavenjur: Lesið er úr samþykktu lesefni GSA og AA, ásamt því að fjallað er um og unnið er með 12 spor og 12 erfðavenjur samtakanna.
  • Verkfæri til bata: Félagar deila því hvernig þeim tókst að komast í fráhald af Gráu síðunni og viðhalda því.
  • Trúnaðaraðilar eru beðnir um að gefa sig fram í lok fundar með því að rétta upp hendi. Nýliðum er bent á að hafa samband við þá eftir að búið er að slíta fundi.
  • Eftir fund: Félagar spjallar oft saman eftir fundi og deila upplýsingum og reynslu og eins er það kjörið tækifæri fyrir nýliða til að spyrja spurninga.

Vertu hjartanlega velkomin/n og gangi þér vel.