Spurt og svarað

  • Hvað er fráhald samkvæmt Gráu síðunni?
    Fráhald af Gráu síðunni er skilgreint sem þrjár vigtaðar og mældar máltíðir af Gráu síðunni á dag, eins og þær eru útskýrðar af fullgildum GSA trúnaðaraðila (sponsor).  Þær eru tilkynntar til trúnaðaraðila án undantekninga áður en við borðum. Það eru engar kringumstæður þar sem við vigtum ekki og mælum matinn okkar. Ekkert er borðað eða drukkið á milli þessara þriggja máltíða nema svart kaffi, te, sykurlaust gos eða sykurlaust tyggjó.
  • Hvar fæ ég eintak af Gráu síðunni? 
    Gráa síðan er aðeins afhent af trúnaðaraðila. Gráa síðan er ekki megrunarplan, hún er leiðarvísir að nýjum lífsstíl.
  • Hvað er trúnaðaraðili í GSA? 
    Trúnaðaraðili í GSA er skilgreindur sem GSA félagi sem hefur minnst 90 daga samfellt fráhald, eins og skýrt er hér að ofan og hefur einnig trúnaðaraðila í GSA.
  • Hvernig fæ ég trúnaðaraðila?
    Komdu á fundi. Í lok hvers fundar rétta félagar sem eru tilbúnir að gerast trúnaðaraðilar upp hönd og taka vel á móti nýliðum.  Ef þú kemst ekki á fundi getur þú sent tölvupóst á gsa@gsa.is. Vinsamlegast sendið ekki tölvupóst til vefstjóra til þess eins að óska eftir eintaki af Gráu síðunni.
  • Hvað er GSA fundur?
    GSA fundur er skilgreindur sem hópur af hömlulausum ætum sem hittast til að deila reynslu sinni, styrk og vonum í fráhaldi sínu samkvæmt Gráu síðunni. Allir sem leiða fundi og geta verið trúnaðaraðilar hafa verði í fráhaldi í a.m.k. 90 daga. Gráa síðan er aðeins afhent af trúnaðaraðila og er ekki afhent á annan hátt. Aðeins er stuðst við efni GSA og AA-samtakanna á fundum.
  • Hvar og hvenær eru fundir?
    Það eru fundir næstum daglega úti um allt höfuðborgarsvæðið og á Skype. Sjá fundarskrá. 
  • Hvernig fara fundir fram?
    • Leiðari: Einstaklingur sem hefur verið í GSA fráhaldi í a.m.k. 90 daga samfleytt, leiðir fundinn. Hann/hún deilir með fundargestum reynslu sinni í 10-20 mín. í upphafi fundar. Eftir það deila þeir fundargestir sem þess óska reynslu sinni í 3-5 mínútur. Einn talar í einu og er enginn skyldugur til að tjá sig. Allir eru þó beðnir að kynna sig.
    • 12 spor/12 erfðavenjur: Lesið er úr samþykktu lesefni GSA og AA, ásamt því að fjallað er um og unnið er með 12 spor og 12 erfðavenjur samtakanna.
    • Verkfæri til bata: Félagar deila því hvernig þeim tókst að komast í fráhald af Gráu síðunni og viðhalda því.
    • Trúnaðaraðilar eru beðnir um að gefa sig fram í lok fundar með því að rétta upp hendi. Nýliðum er bent á að hafa samband við þá eftir að búið er að slíta fundi.
    • Eftir fund: Félagar spjallar oft saman eftir fundi og deila upplýsingum og reynslu og eins er það kjörið tækifæri fyrir nýliða til að spyrja spurninga.
  • Hvað er Gráa netið?
    Grey sheet er spjallhópur á netinu fyrir þá sem eru í fráhaldi samkvæmt Gráu síðunni.
  • Hvernig held ég fráhaldið?
    Þú mætir á fundi og vinnur sporavinnu með trúnaðaraðila.