Svæðisnefndarfundur 11. september

Svæðisnefndarfundur vegna heimsráðstefnu verður haldinn á sunnudaginn 11. sept. kl 11 – 12 að Suðurbraut 2, Hafnarfirði.

Dagskrá:

Fundargerð, styttri lesin frá síðasta fundi af ritara til samþykktar.

Alþjóðafulltrúi kynnir þær tillögur sem hafa verið birtar og verða teknar fyrir á heimsráðinu.

Oddamaður fer yfir stöðu nefnda hjá deildartengilið hverrar nefndar; Vefnefnd, Útgáfunefnd og SOS nefnd.

Önnur mál.

Dagsetning, tími og staður fyrir næsta fund ákveðinn.

Hægt er að skoða tillögur hér: http://www.greysheet.org/world-services/world-service-conference/world-service-conference-2016

Einnig má senda okkur línu ef fólk kemst ekki á fundinn, við félagar eru raddir og endilega koma skoðunum á framfæri.

Deildarfulltrúar allra skráðra GSA-deilda mynda svæðisnefnd GSA-samtakanna á Íslandi. Varadeildarfulltrúi tekur sæti deildarfulltrúa í forföllum hans. Deildafulltrúar og varadeildafulltrúar deilda taka á móti ábendingum sem félagar vilja koma að á fundi, einnig er hægt að senda ábendingar á gsa@gsa.is Öllum GSA-félögum er velkomið að sitja svæðisnefndarfundi. Þeir hafa málfrelsi en ekki atkvæðisrétt.

 Svæðisnefndin biðst velvirðingar á stuttum fyrirvara á fundarboði, en svæðisnefndin hefur verið að bíða eftir að allar nefndir frá heimsráðinu hafa skilað inn tillögum.

Opinn kynningarfundur á Akureyri 19. apríl kl. 20:30

Opinn kynningafundur GSA-samtakanna á Akureyri verður haldinn þann 19. apríl 2016

kl. 20:30 í safnaðarheimili Akureyrarkirkju.

(gengið inn kirkjuinngang að baka til, hægri dyr)

Ef þú telur þig vera haldin(n) matarfíkn eða vilt kynna þér samtökin, vertu þá hjartanlega velkomin(n). Við tökum vel á móti þér.

Svæðisnefndarráðstefna GSA

Svæðisnefndarráðstefna GSA verður haldin laugardaginn 12. mars í Hljómskálagarðinum kl: 13-15.

Dagskrá svæðisráðstefnu:
1. Skýrsla svæðisnefndar um störf sín á liðnu starfsári
2. Reikningar svæðisnefndar lagðir fram til samþykktar
3. Skýrsla starfsnefnda um störf sín á liðnu starfsári
4. Skýrsla svæðisnefndarfulltrúa um heimsráðstefnu og málefni samtakanna á heimsvísu
5. Almennar umræður um áherslur og framtíðarverkefni svæðisnefndar
6. Önnur mál

16 ára afmælis- og kynningarfundur GSA samtakanna

16 ára afmælis- og kynningarfundur GSA-samtakanna verður haldinn laugardaginn 30. janúar 2016 kl. 14 til 16 (húsið verður opið frá kl. 13.30) í Von, húsi SÁÁ, Efstaleiti 7, 103 Reykjavík
Á fundinum deila GSA-félagar reynslu sinni, bæklingar liggja frammi og hægt er að fá upplýsingar um samtökin og lífið í lausninni.
Sjá einnig: Auglýsing Afmælisfundur GSA 2016

Landsráðstefna GSA samtakanna 2015

Landsráðstefna GSA samtakanna verður svo haldin laugardaginn 28. mars kl. 13-15 í Hljómskálanum. Allir GSA félagar velkomnir, deildafulltrúar munu þar kjósa um breytingatillögu á skipan landsþjónustu og þessar breytingar á samþykktum svæðisnefnda. Vinsamlegast kynnið ykkur þessar tillögur og sjáumst í Hljómskálanum laugardaginn 28. mars n.k.

Samþykktir Svæðisnefndar – tillögur lagðar fram 28.3.2015

Afmælisfundur

15 ára afmælis- og kynningarfundur
GSA-samtakanna verður haldinn laugardaginn
24. janúar 2015 kl. 14 til 16
(húsið verður opið frá kl. 13.30)
í Von, húsi SÁÁ, Efstaleiti 7, 103 Reykjavík

Á fundinum deila GSA-félagar reynslu sinni, bæklingar liggja frammi og hægt er
að fá upplýsingar um samtökin og lífið í lausninni.