Fundur á vegum heimsráðs GreySheeters Anonymous

Kæru GSA-félagar.

Sunnudaginn 29. janúar (næsta sunnudag) verður fundur á vegum heimsráðs GreySheeters Anonymous (svokallaður ráðhúsfundur eða Town Hall Meeting) til að ræða um starfið á alþjóðagrundvelli. Fundurinn er á zoom og hefst að íslenskum tíma kl. 16. Slóðin á fundinn er https://zoom.us/j/717731799 og aðgangsorðið er venjulega aðgangsorðið að GSA-fundum, þ.e. það sama og á íslenska fundi.

Í undirbúningi er að túlka fundina á íslensku og mun það verða gert frá og með fundinum í apríl en slíkir fundir eru haldnir á þriggja mánaða fresti (að meðtalinni heimsráðstefnu í október).

Íslenskir GSA-félagar eru hvattir til að mæta og kynna sér starfið og fyrirkomulag fundanna þannig að við getum lagt okkar lóð á vogarskálarnar, ekki síst eftir að farið verður að túlka fundina á íslensku.

Sem fyrr eigum við að sjálfsögðu okkar tengilið við heimsráðið en eftir því hefur verið kallað að við séum enn stærri og öflugri hópur en hingað til í tengslum við alþjóðasamfélag GSA, þar sem við erum stórt og mikilvægt GSA-samfélag á heimsvísu.

Svæðisráðstefna GSA samtakanna á Íslandi 2022

Sæl öll

Hér með er boðað til Svæðisráðstefnu GSA samtakanna á Íslandi 2022. Svæðisráðstefnu skal halda í mars ár hvert.

Tímasetning: Þriðjudagur 29. mars kl. 20:00 á netinu; forritið zoom verður notað; sama slóð og er í notkun alla jafna hjá zoom deild GSA á mánudögum og öðrum deildum samtakanna vegna samkomutakmarkana:

https://zoom.us/j/3099135318

Nauðsynlegt er að hafa lykilorð sem hægt er að nálgast með því að senda póst á gsa@gsa.is og óska eftir því eða hjá eigin sponsor.

Dagskrá svæðisráðstefnu:

1. Skýrsla svæðisnefndar um störf sín á liðnu starfsári

2. Reikningar svæðisnefndar lagðir fram til samþykktar

3. Skýrsla starfsnefnda um störf sín á liðnu starfsári

4. Skýrsla svæðisnefndarfulltrúa um heimsráðstefnu og málefni samtakanna á heimsvísu

5. Almennar umræður um áherslur og framtíðarverkefni svæðisnefndar

6. Önnur mál

Rétt til setu á svæðisráðstefnunni eiga allir virkir GSA-félagar og eru þeir hvattir til að mæta.

Svæðisráðstefna GSA samtakanna á Íslandi 2021

Sæl öll

Hér með er boðað til Svæðisráðstefnu GSA samtakanna á Íslandi 2021. Svæðisráðstefnu skal halda í mars ár hvert.

Tímasetning: Fimmtudagur 25. mars kl. 18:00 á netinu; forritið zoom verður notað; sama slóð og er í notkun alla jafna hjá zoom deild GSA á mánudögum og öðrum deildum samtakanna vegna samkomutakmarkana:

https://zoom.us/j/3099135318

Nauðsynlegt er að hafa lykilorð sem hægt er að nálgast með því að senda póst á gsa@gsa.is og óska eftir því eða hjá eigin sponsor.

Dagskrá svæðisráðstefnu:

1. Skýrsla svæðisnefndar um störf sín á liðnu starfsári

2. Reikningar svæðisnefndar lagðir fram til samþykktar

3. Skýrsla starfsnefnda um störf sín á liðnu starfsári

4. Skýrsla svæðisnefndarfulltrúa um heimsráðstefnu og málefni samtakanna á heimsvísu

5. Almennar umræður um áherslur og framtíðarverkefni svæðisnefndar

6. Önnur mál

Rétt til setu á svæðisráðstefnunni eiga allir virkir GSA-félagar og eru þeir hvattir til að mæta.

Við erum eitt – fundarröð 2021

Fundarröðin WE ARE ONE IN 2021 heldur áfram.

Það verða þrír leiðarar, síðan er tjáning þangað til klukkutími er liðinn. Eftir fundinn gefst kostur á að vera eftir og spjalla eins og eftir “venjulega” fundi. Næsti fundur er 20. mars kl. 16 að íslenkum tíma (12 EST). Og svo verða svona fundir annan hvern mánuð.
Málefni fundarins 20. mars er “Sponsorship”

Fundurinn tekur 90 mínútur og Zoom númerið á fundinn er 846 8518 1548 Lykilorðið er hefbundna lykilorðið okkar sem er hægt að fá hjá sponsor eða öðrum félögum.