Fundur á vegum heimsráðs GreySheeters Anonymous

Kæru GSA-félagar.

Sunnudaginn 29. janúar (næsta sunnudag) verður fundur á vegum heimsráðs GreySheeters Anonymous (svokallaður ráðhúsfundur eða Town Hall Meeting) til að ræða um starfið á alþjóðagrundvelli. Fundurinn er á zoom og hefst að íslenskum tíma kl. 16. Slóðin á fundinn er https://zoom.us/j/717731799 og aðgangsorðið er venjulega aðgangsorðið að GSA-fundum, þ.e. það sama og á íslenska fundi.

Í undirbúningi er að túlka fundina á íslensku og mun það verða gert frá og með fundinum í apríl en slíkir fundir eru haldnir á þriggja mánaða fresti (að meðtalinni heimsráðstefnu í október).

Íslenskir GSA-félagar eru hvattir til að mæta og kynna sér starfið og fyrirkomulag fundanna þannig að við getum lagt okkar lóð á vogarskálarnar, ekki síst eftir að farið verður að túlka fundina á íslensku.

Sem fyrr eigum við að sjálfsögðu okkar tengilið við heimsráðið en eftir því hefur verið kallað að við séum enn stærri og öflugri hópur en hingað til í tengslum við alþjóðasamfélag GSA, þar sem við erum stórt og mikilvægt GSA-samfélag á heimsvísu.