Við erum eitt – fundarröð 2021

Communication Committee er að fara af stað með fundarröð til þess að reyna að tengja alla GSA félaga saman. Yfirskriftin er WE ARE ONE IN 2021

Það verða þrír leiðarar, síðan er tjáning þangað til klukkutími er liðinn. Eftir fundinn gefst kostur á að vera eftir og spjalla eins og eftir “venjulega” fundi. Fyrsti fundurinn verður laugardaginn 16. janúar kl. 17 að íslenkum tíma (12 EST). Og svo verða svona fundir annan hvern mánuð.
Málefni fundarins 16. janúar verður “Frá einangrun til tengingar” eða From Isolation to Connection. Inngangurinn á þessum fundi verður á íslensku.

Fundurinn tekur 90 mínútur og Zoom númerið á fundinn er 818 4756 6772 Lykilorðið er hefbundna lykilorðið okkar sem er hægt að fá hjá sponsor eða öðrum félögum.

Minnt er á 7 erfðavenjuna og það verður “sýndar karfa” látin ganga og minnt á að verið er að safna fyrir nýrri vefsíðu og fyrir útgáfu á nýju efni “Living Abstinent”. Uppástungu að upphæð er $5. Hægt er að leggja inn í gegnum PayPal á heimasíðu Greysheet.org.