Svæðisnefndarráðstefnu GSA 2020

Sæl öll
Hér með er boðað til Svæðisnefndarráðstefnu GSA 2020. Svæðisráðstefnu skal halda í mars ár hvert en vegna heimsfaraldurs Covid19 var ákveðið að fresta henni um sinn.
Svæðisnefndarráðstefna GSA verður haldin fimmtudaginn 30. apríl 2020 kl. 18:00 á netinu; forritið zoom verður notað, sami linkur og er í notkun alla jafna hjá zoom deild á mánudögum og öðrum deildum GSA í samkomubanni:
Nauðsynlegt er að hafa lykilorð sem hægt er að nálgast með því að senda póst á gsa@gsa.is eða hjá sponsor.
Dagskrá svæðisráðstefnu:
1. Skýrsla svæðisnefndar um störf sín á liðnu starfsári
2. Reikningar svæðisnefndar lagðir fram til samþykktar
3. Skýrsla starfsnefnda um störf sín á liðnu starfsári
4. Skýrsla svæðisnefndarfulltrúa um heimsráðstefnu og málefni samtakanna á heimsvísu
5. Almennar umræður um áherslur og framtíðarverkefni svæðisnefndar
6. Önnur mál
Rétt til setu á svæðisráðstefnunni eiga allir virkir GSA-félagar og eru þeir hvattir til að mæta.