Átt þú í vanda með mat og telur að þú gætir verið haldin/n matarfíkn og/eða átröskun?
- Ef þú hefur árangurslaust farið í megrun.
- Ef þú borðar þegar þú vilt ekki borða.
- Ef þú borðar til að takast á við stress eða erfiða líðan.
- Ef þú getur ekki hætt að borða sykur og ýmsan
sterkjuríkan mat, hversu mikið sem þú reynir. -
Ef þér finnst þú hafir reynt allt, án árangurs….
Þá getur verið að við getum hjálpað þér! GSA er félagsskapur fólks sem hefur fengið lausn á vandamálum sínum tengdum mat. GSA samtökin byggja á Gráu síðunni og 12 spora kerfi AA samtakanna til að ná og viðhalda fráhaldi frá vanda sínum.