Póstlisti GSA samtakanna


Á svæðisráðstefnu 14. mars 2024 var ákveðið að leggja niður símalista GSA samtakanna og breyta honum í póstlista. Þannig að fólk getur skráð sig sjálft á listann og afskráð sig. 
Hlutverk póstlistans er að senda tilkynningar í tölvupósti þegar það eru upplýsingar sem þurfa að komast til félaga samtakanna. Allir sem hafa verið skráðir á símalistann þurfa að skrá sig aftur á póstlistann.

Hægt er að skrá sig á póstlistann hér, en einnig er hægt að skrá sig neðarlega á hliðarstikunni á heimasíðunni. Athugið að þegar búið er að skrá netfang, þarf að staðfesta skráninguna með því að samþykkja tölvupóst sem viðkomandi fær. Áfram þarf að senda tölvupóst á netfangið simalisti@gsa.is til þess að senda tilkynningar á póstlistann.