Póstlisti GSA samtakanna


Á svæðisráðstefnu 14. mars 2024 var ákveðið að leggja niður símalista GSA samtakanna og breyta honum í póstlista. Þannig að fólk getur skráð sig sjálft á listann og afskráð sig. 
Hlutverk póstlistans er að senda tilkynningar í tölvupósti þegar það eru upplýsingar sem þurfa að komast til félaga samtakanna. Allir sem hafa verið skráðir á símalistann þurfa að skrá sig aftur á póstlistann.

Hægt er að skrá sig á póstlistann hér, en einnig er hægt að skrá sig neðarlega á hliðarstikunni á heimasíðunni. Athugið að þegar búið er að skrá netfang, þarf að staðfesta skráninguna með því að samþykkja tölvupóst sem viðkomandi fær. Áfram þarf að senda tölvupóst á netfangið simalisti@gsa.is til þess að senda tilkynningar á póstlistann.

Svæðisráðstefnan

Svæðisráðstefnan verður haldin miðvikudag 29. mars kl. 18.00 á zoom. 

Kjósa á í embætti innan svæðisnefndar því oddamaður, gjaldkeri og ritari hætta sem deildarfulltrúar og ganga úr svæðisnefnd (búnar að vera í embætti í tvö ár).

Kjósa í starfsnefndir (vefnefnd, útgáfunefnd og sos nefnd).

Áríðandi að deildarfulltrúar og varadeildarfulltrúar mæti á ráðstefnuna. 

Öll velkomin!

Svæðisráðstefna GSA-samtakanna á Íslandi

verður haldin laugardaginn 25. mars kl. 14.00
á Zoom (venjuleg slóð og venjulegt lykilorð)

Dagskrá:

  1. Skýrsla svæðisnefndar um störf sín á liðnu starfsári
  2. Reikningar svæðisnefndar lagðir fram til samþykktar
  3. Skýrsla starfsnefnda um störf sín á liðnu starfsári
  4. Skýrsla svæðisnefndarfulltrúa um heimsráðstefnu og málefni samtakanna á heimsvísu
  5. Kosning í hlutverk innan svæðisnefndar – endurnýjun meðlima
  6. Almennar umræður um áherslur og framtíðarverkefni svæðisnefndar
  7. Önnur mál
    Allir GSA-félagar velkomnir og hvattir til að koma sem flestir.