18 ára afmælisfundur GSA 10. febrúar 2018

Laugardaginn 10. febrúar verður afmælis- og kynningarfundur í tilefni 18 ára afmælis GSA samtakanna á Íslandi. Fundurinn er haldinn í Von, húsi SÁÁ við Efstaleiti 7, 103 Reykjavík og eru allir sem vilja kynna sér samtökin og hitta GSA félaga hvattir til að mæta.

Við bendum á að laugardagsfundur sem hefst klukkan 11:30 verður ekki í Hljómskálanum eins og venja er, heldur verður hann haldinn í Von, sama húsi og afmælis- og kynningarfundurinn.

Meðfylgjandi er auglýsing á pdf formi sem hægt er að prenta út og hengja upp til að hjálpa okkur að auglýsa fundinn.

Auglýsing Afmælisfundur GSA 2018