Næsti fundur er þriðjudaginn 3. september kl: 20:30.
Category Archives: Fréttir
Breyttur fundarstaður laugardagsfundar 16. febrúar
Laugardagsfundur sem að venju er í Hljómskálanum verður haldinn í Von húsi SÁÁ, Efstaleiti 7 á undan afmælisfundinum, frá kl 11:30 til 12:45.
19 ára afmælis- og kynningarfundur 16. febrúar kl. 13:00
19 ára afmælis- og kynningarfundur GSA-samtakanna á Íslandi verður haldinn laugardaginn 16. febrúar 2019 kl. 13 til 16
í Von, húsi SÁÁ, Efstaleiti 7, 103 Reykjavík.
Á fundinum deila GSA-félagar reynslu sinni, bæklingar liggja frammi og hægt er að fá upplýsingar um samtökin og lífið í lausninni.
Laugardagsfundur fellur niður 24. nóvember 2018
Vegna húsnæðismála fellur laugardagsfundur niður 24. nóvember.
Laugardagsfundir hefjast aftur 8. september
Laugardagsfundir eru í Hljómskálanum kl: 11:30 til 12:45.
Laugardagsfundir falla niður um óákveðinn tíma vegna viðgerða á húsnæði
Ekki hefur tekist að finna annað húsnæði fyrir fundina meðan viðgerðum stendur og munu því laugardagsfundir falla niður um óákveðinn tíma.
Laugardagsfundir verða ekki í Hljómskála næstu vikur
Vegna framkvæmda þarf að finna annan stað fyrir laugardagsfundi.Verið er að reyna að finna annan stað fyrir fundina og mun það verða tilkynnt síðar hér á heimasíðunni.
Svæðisnefndarráðstefna GSA 2018
Svæðisnefndarráðstefna GSA 2018
Auka aðalfundur GSA – samtakanna verður haldinn í Fella- og Hólakirkju þriðjudaginn 10. apríl kl: 19:15.
Dagskrá svæðisráðstefnu:
1. Skýrsla svæðisnefndar um störf sín á liðnu starfsári
2. Reikningar svæðisnefndar lagðir fram til samþykktar
3. Skýrsla starfsnefnda um störf sín á liðnu starfsári
4. Skýrsla svæðisnefndarfulltrúa um heimsráðstefnu og málefni samtakanna á heimsvísu
5. Almennar umræður um áherslur og framtíðarverkefni svæðisnefndar
6. Önnur mál
-Kosning gjaldkera
Rétt til setu á svæðisráðstefnunni eiga allir virkir GSA-félagar og eru þeir hvattir til að mæta.
Svæðisnefndarráðstefna GSA 2018
Svæðisnefndarráðstefna GSA 2018
Svæðisnefndarráðstefna GSA verður haldin mánudaginn 19. mars 2018 í Eyjabakka 14, 1.h.h, kl: 20-22
Dagskrá svæðisráðstefnu:
1. Skýrsla svæðisnefndar um störf sín á liðnu starfsári
2. Reikningar svæðisnefndar lagðir fram til samþykktar
3. Skýrsla starfsnefnda um störf sín á liðnu starfsári
4. Skýrsla svæðisnefndarfulltrúa um heimsráðstefnu og málefni samtakanna á heimsvísu
5. Almennar umræður um áherslur og framtíðarverkefni svæðisnefndar
6. Önnur mál
Rétt til setu á svæðisráðstefnunni eiga allir virkir GSA-félagar og eru þeir hvattir til að mæta.
18 ára afmælisfundur GSA 10. febrúar 2018
Laugardaginn 10. febrúar verður afmælis- og kynningarfundur í tilefni 18 ára afmælis GSA samtakanna á Íslandi. Fundurinn er haldinn í Von, húsi SÁÁ við Efstaleiti 7, 103 Reykjavík og eru allir sem vilja kynna sér samtökin og hitta GSA félaga hvattir til að mæta.
Við bendum á að laugardagsfundur sem hefst klukkan 11:30 verður ekki í Hljómskálanum eins og venja er, heldur verður hann haldinn í Von, sama húsi og afmælis- og kynningarfundurinn.
Meðfylgjandi er auglýsing á pdf formi sem hægt er að prenta út og hengja upp til að hjálpa okkur að auglýsa fundinn.