Svæðisnefndarráðstefnu GSA 2020

Sæl öll
Hér með er boðað til Svæðisnefndarráðstefnu GSA 2020. Svæðisráðstefnu skal halda í mars ár hvert en vegna heimsfaraldurs Covid19 var ákveðið að fresta henni um sinn.
Svæðisnefndarráðstefna GSA verður haldin fimmtudaginn 30. apríl 2020 kl. 18:00 á netinu; forritið zoom verður notað, sami linkur og er í notkun alla jafna hjá zoom deild á mánudögum og öðrum deildum GSA í samkomubanni:
Nauðsynlegt er að hafa lykilorð sem hægt er að nálgast með því að senda póst á gsa@gsa.is eða hjá sponsor.
Dagskrá svæðisráðstefnu:
1. Skýrsla svæðisnefndar um störf sín á liðnu starfsári
2. Reikningar svæðisnefndar lagðir fram til samþykktar
3. Skýrsla starfsnefnda um störf sín á liðnu starfsári
4. Skýrsla svæðisnefndarfulltrúa um heimsráðstefnu og málefni samtakanna á heimsvísu
5. Almennar umræður um áherslur og framtíðarverkefni svæðisnefndar
6. Önnur mál
Rétt til setu á svæðisráðstefnunni eiga allir virkir GSA-félagar og eru þeir hvattir til að mæta.

Vegna funda GSA í samkomubanni

Svæðisnefnd GSA samtakanna mælist hér með til þess að hefðbundnir fundir GSA deilda falli niður þar til almannavarnir aflétta samkomubanni. Undir venjulegum kringumstæðum væri slík ákörðun í höndum samviskufundar hverrar deildar en aðstæður bjóða ekki upp á það nú.
Deildirnar hafa hins vegar val um að breyta framkvæmd fundanna. Því hvetjum við deildir til að nýta rafræna kosti, til dæmis zoom fundaformið.
Zoom deildin hefur keypt áskrift að slóðinni https://zoom.us/j/3099135318 og fundar þar á mánudögum kl 20. Á samviskufundi deildarinnar var ákveðið að bjóða öðrum deildum að nota þessa slóð til að hafa fundi sína á meðan samkomubannið útilokar hefðbundna fundi.
Til að fara á zoom fund þurfa fundargestir að hlaða zoom appinu niður í símann, tölvuna eða spjaldið (finnast í play store og app store). Rétt áður en fundur hefst er smellt á https://zoom.us/j/3099135318 og fundurinn opnast. Ritari stýrir síðan fundinum á hefðbundinn hátt samkvæmt fundarformi deildarinnar.
Með þessu móti er hægt að halda fundi á venjulegum fundartímum deildanna og það eina sem fundargestir þurfa að hafa er sími eða tölva (með vefmyndavél og hljóðnema) og næði til að funda. Þórhildur í zoom deildinni er tilbúin að aðstoða deildarfulltrúa eða ritara. thorhildurgudbjorg@gmail.com eða 864-2746