Á menningarnótt, laugardaginn 24. ágúst 2024, verður fundur laugardagsdeildarinnar á Zoom kl. 11:30-12:45. Aðra laugardaga í ágúst verður fundur að venju á staðnum í Hljómskálanum kl. 11:30-12:45.
Category Archives: Fréttir
Póstlisti GSA samtakanna
Á svæðisráðstefnu 14. mars 2024 var ákveðið að leggja niður símalista GSA samtakanna og breyta honum í póstlista. Þannig að fólk getur skráð sig sjálft á listann og afskráð sig.
Hlutverk póstlistans er að senda tilkynningar í tölvupósti þegar það eru upplýsingar sem þurfa að komast til félaga samtakanna. Allir sem hafa verið skráðir á símalistann þurfa að skrá sig aftur á póstlistann.
Hægt er að skrá sig á póstlistann hér, en einnig er hægt að skrá sig neðarlega á hliðarstikunni á heimasíðunni. Athugið að þegar búið er að skrá netfang, þarf að staðfesta skráninguna með því að samþykkja tölvupóst sem viðkomandi fær. Áfram þarf að senda tölvupóst á netfangið simalisti@gsa.is til þess að senda tilkynningar á póstlistann.
24 ára afmælis- og kynningarfundur GSA samtakanna
Haldinn 20. janúar frá kl. 14 til 16
Fundur mánudaginn 25. desember
Fundur á jóladag verður kl. 12:00 á Zoom https://zoom.us/j/3099135318
Svæðisráðstefnan
Svæðisráðstefnan verður haldin miðvikudag 29. mars kl. 18.00 á zoom.
Kjósa á í embætti innan svæðisnefndar því oddamaður, gjaldkeri og ritari hætta sem deildarfulltrúar og ganga úr svæðisnefnd (búnar að vera í embætti í tvö ár).
Kjósa í starfsnefndir (vefnefnd, útgáfunefnd og sos nefnd).
Áríðandi að deildarfulltrúar og varadeildarfulltrúar mæti á ráðstefnuna.
Öll velkomin!
Svæðisráðstefna GSA-samtakanna á Íslandi
verður haldin laugardaginn 25. mars kl. 14.00
á Zoom (venjuleg slóð og venjulegt lykilorð)
Dagskrá:
- Skýrsla svæðisnefndar um störf sín á liðnu starfsári
- Reikningar svæðisnefndar lagðir fram til samþykktar
- Skýrsla starfsnefnda um störf sín á liðnu starfsári
- Skýrsla svæðisnefndarfulltrúa um heimsráðstefnu og málefni samtakanna á heimsvísu
- Kosning í hlutverk innan svæðisnefndar – endurnýjun meðlima
- Almennar umræður um áherslur og framtíðarverkefni svæðisnefndar
- Önnur mál
Allir GSA-félagar velkomnir og hvattir til að koma sem flestir.
Laugardagsfundur í Hljómskálagarðinum FELLUR NIÐUR 4.mars vegna afmælisfundar GSA samtakanna.
Afmælisfundur samtakanna verður haldinn laugardaginn 4. mars kl. 14-16.
Kl. 11:00-12:30 verður kynning og umræður um skýrsluna um fráhald sem send var frá heimsráðinu fyrir nokkrum árum (sjá tilkynningu í frétt að neðan).
23 ára afmælis- og kynningarfundur
Fundur á vegum heimsráðs GreySheeters Anonymous
Kæru GSA-félagar.
Sunnudaginn 29. janúar (næsta sunnudag) verður fundur á vegum heimsráðs GreySheeters Anonymous (svokallaður ráðhúsfundur eða Town Hall Meeting) til að ræða um starfið á alþjóðagrundvelli. Fundurinn er á zoom og hefst að íslenskum tíma kl. 16. Slóðin á fundinn er https://zoom.us/j/717731799 og aðgangsorðið er venjulega aðgangsorðið að GSA-fundum, þ.e. það sama og á íslenska fundi.
Í undirbúningi er að túlka fundina á íslensku og mun það verða gert frá og með fundinum í apríl en slíkir fundir eru haldnir á þriggja mánaða fresti (að meðtalinni heimsráðstefnu í október).
Íslenskir GSA-félagar eru hvattir til að mæta og kynna sér starfið og fyrirkomulag fundanna þannig að við getum lagt okkar lóð á vogarskálarnar, ekki síst eftir að farið verður að túlka fundina á íslensku.
Sem fyrr eigum við að sjálfsögðu okkar tengilið við heimsráðið en eftir því hefur verið kallað að við séum enn stærri og öflugri hópur en hingað til í tengslum við alþjóðasamfélag GSA, þar sem við erum stórt og mikilvægt GSA-samfélag á heimsvísu.
Fundur fellur niður þriðjudaginn 31. maí á Akureyri
Fundur í Glerárkirkju fellur niður þriðjudaginn 31.mai. Næsti fundur verður þriðjudaginn 7.júní klukkan 19:00