1. Ef við vinnum vel í upphafi meðferðar okkar vitum við ekki af fyrr en við erum hálfnuð.
2. Við munum kynnast áður óþekktu frelsi og nýrri hamingju.
3. Við munum ekki sjá eftir gamla lífinu né óska þess að gleyma því.
4. Við munum öðlast skilning á orðinu hugarró og upplifa frið.
5. Hversu djúpt sem við sukkum munum við skilja hvernig reynsla okkar getur orðið öðrum til hjálpar.
6. Tilfinningin um gagnsleysi okkar og sjálfsmeðaumkun mun hverfa.
7. Áhugi okkar að vera í sjálfselsku minnkar en áhugi á sameiginlegri velferð samferðamannanna eykst að sama skapi.
8. Eigingirnin mun láta undan síga.
9. Viðhorf okkar og sýn á lífið mun breytast.
10. Við munum losna við óttann við fólk og fjárhagslegt óöryggi.
11. Við munum öðlast innsæi til að bregðast við aðstæðum sem við réðum ekki við áður.
12. Við munum fljótlega gera okkur grein fyrir því að Guð hefur gert það sem við gátum ekki ein og óstudd.